UM FÉLAGIÐ

Menntakerfið okkar var stofnað í November 2020 og markmið þess er að uppfæra og betrumbæta Íslenska menntakerfið.

Þessi umræða kom upp í vinahóp okkar fyrir nokkru síðan þegar við áttuðum okkur á því að nú væri skólaskyldu okkar að fara að ljúka. Við litum yfir undanfarin ár og hvað væri það sem hefði gagnast okkur í námi og hvað ekki. Var það mat okkar að það er ansi margt sem skiptir máli í lífinu sem ekki er kennt í skóla. Við teljum skólann vera frábæran vettvang til að fræða krakka um mál sem þessi og þá vonandi í framhaldinu eykst þekking og vitneskja krakka sem myndi leiða til minni eineltis. Því eins og svo oft er sagt þá eru fordómar einfaldlega fáfræði. Því viljum við koma þessu sem víðast og vekja sem mesta athygli á málstaðnum okkar sem við trúum svo heitt á.