Search
  • Menntakerfið Okkar

Verkalýðsfélagið Hlíf

Verkalýðsfélagið Hlíf tók vel á móti okkur á fundi. Formaður Hlífar Kolbeinn, Eyþór varaformaður og Guðmundur framkvæmdastjóri hrósuðu okkur mikið fyrir okkar frumkvæði og vildu gjarnan vera í einhverskonar samstarfi við okkur í framtíðinni.

Á þessum fund lærðum við hjá Menntakerfinu okkar margt, þeir kenndu okkur mikið í fjarmálalæsi og viljum þakka þeim innilega fyrir þolinmæðina sem þeir sýndu gagnvart okkur, þrátt fyrir það að við skildum fátt sem þeir voru að segja.


Við spurðum þá margra spurningar, meðal annars: Hvernig á að sækja um starf, hvernig á að gera ferilskrá, hvernig á að kaupa íbúð, hver okkar réttur er á vinnumarkaði? Hvað eru kjarasamningar, kauptaxtar, okkar vinnuskyldur, launaseðlar, lán, vinnusiðferði eða leigusamningar. Hvenær þarf maður að byrja að borga skatta og hvað er persónuafsláttur, hvað er lífeyrissjóður, hvað er stéttarfélag, þurfa allir að borgar í stéttarfélag og hvenær getur maður leitað til síns stéttarfélags.


Þeir tóku undir okkar tillögu um að tryggja þurfi betri kennslu í fjarmálalæsi á grunnskólastigum. Við erum svo sannarlega glöð að verkalýðsfélagið Hlíf er tilbúið að leggja sitt að mörkum í samvinnu við okkur og skólayfirvöld.

Við höfðum svo sannarlega gagn og gaman á heimsókninni.
34 views0 comments

Recent Posts

See All