Search
  • Menntakerfið Okkar

Samtök iðnaðarins

Síðastliðinn fimmtudag hittum við Jóhönnu Vigdísi verkefnastjóra í menntamálum hjá Sambandi Iðnaðarins. Við skiptumst á hugmyndum og vorum sammála því að bæta þurfti list- og verkgreinakennslu í grunnskólum og þá sérstaklega á unglingastigi.


Við vorum einnig sammála því að það er skortur á frumkvæði hjá krökkum í skólum og viljum við gjarnan að það verði tekið meira mark á list- og verkgreinum. Fundurinn var bæði gagnlegur fyrir okkur í félaginu og opnaði nýjar dyr því við höfum lítið talað um verklega kennslu í skólum. Ekki var fundurinn aðeins gagnlegur heldur var hann einnig mjög skemmtilegur.


Það var gríðarlega gaman að tala við hana Hönsu og okkur langar að þakka henni fyrir öll hrósin sem hún gaf okkur og líka auðvitað snúðana.


43 views0 comments

Recent Posts

See All