Search
  • Menntakerfið Okkar

Fundur með forsætisráðherra

Menntakerfið okkar fór nýlega á fund með Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín var mjög áhugasöm um okkar tillögur og var sammála lang flestum þeirra. Við hópurinn lítum mikið upp til Katrínar svo það var mjög gaman að sjá að hún tók vel í okkar tillögur og hlustaði vel á það sem við höfðum að segja, það var heiður að fá að hitta hana.

Fundurinn var bæði skemmtilegur og fróðlegur, hún hrósaði okkur fyrir okkar frumkvæði og sagði að það væri frábært þegar ungt fólk tekur virkan þátt í lýðræðislegri umræðu um stór mál.16 views0 comments

Recent Posts

See All