School Children

BETRI FRAMTÍÐ KEMUR MEÐ BETRA MENNTAKERFI

Menntakerfið Okkar

129953085_3788830317848385_8897111706982

UM OKKUR

Þessi umræða kom upp í vinahóp okkar fyrir nokkru síðan þegar við áttuðum okkur á því að nú væri skólaskyldu okkar að fara að ljúka. Við litum yfir undanfarin ár og hvað væri það sem hefði gagnast okkur í námi og hvað ekki. Var það mat okkar að það er ansi margt sem skiptir máli í lífinu sem ekki er kennt í skóla. Ég tel skólann vera frábæran vettvang til að fræða krakka um mál sem þessi og þá vonandi í framhaldinu eykst þekking og vitneskja krakka sem myndi leiða til minni eineltis. Því eins og svo oft er sagt þá eru fordómar einfaldlega fáfræði. Því viljum við koma þessu sem víðast og vekja sem mesta athygli á málstaðnum okkar sem við trúum svo heitt á.

TILLÖGUR

Okkar tillögur að breytingum

Okkar tillögur að breytingum eru meðal annars: Kynfræðsla, hinsegin fræðsla, sund, fjármálalæsi, starfskennsla, tölvukennsla, forvarna kennsla, heilbrigðisfræði, geðfræðsla og heimsvandamál

"Við viljum fyrst og fremst að nemendum líði vel í skóla þar sem þau munu verja miklum tíma af sinni bernsku. Að starfshættir grunnskólans skuli mótast af umburðarlyndi, kærleika, víðsýni og jafnrétti."

Alexander Ívar Logaosn

Thanks for submitting!